Endurkomumiðar
Þó við séum stolt af háu hlutfalli vel heppnaðra ferða eru allar okkar ferðir háðar náttúrunni og því er ekki hægt að tryggja að allar ferðir séu árángursríkar. Komi til þess, þó það sé sjaldgæft, að ekkert sjáist á meðan á ferðinni stendur, endurgreiðum við ekki miðann, en í staðinn bjóðum við frímiða til að reyna aftur.
Markmið okkar hefur ávallt verið að bjóða framúrskarandi ferðir og snúa til baka í höfn með bros á vör. Því er það okkar loforð - og þín trygging - að þú getur komið með okkur eins oft og þarf þar til ferðin tekst.
Skilmálar
- Endurkomumiðar eru aðeins ætlaðir farþegum sem hafa áður farið í ferð með Eldingu (sjá nánar á miðanum).
- Endurkomumiðar eru gildir í amk. 2 ár frá útgáfudegi.
- Endurkomumiðar eru einungis nothæfir ef þeir eru stimplaðir og undirritaðir af áhöfn Eldingar.
- Endurkomumiðar eru aðeins hægt að nota með því að bóka fyrirfram og samkvæmt framboði.
- Endurkomumiðar þurfa að vera afhentir í miðasölu Eldingar gegn framvísun persónuskilríkja sem samsvara nafni á miða.
Algengar spurningar um endurkomumiða:
Hvernig bóka ég með endurkomumiða?
Vinsamlegast hafið samband við okkur á tölvupósti elding@elding.is til þess að bóka endurkomuferð. Mundu að taka fram nafnið á ferðinni og dag- og tímasetningu svo við getum aðstoðað þig snöggt og örugglega.
Hver er gildistími endurkomumiðanna?
Endurkomumiðar eru eins og er gefnir út með amk. 2 ára gildistíma. Komi til atburða sem falla undir óviðráðanlegar aðstæður (force majeure), erum við að sjálfsögðu tilbúin að framlengja gildistímann.
Get ég notað endurkomumiðann í aðra ferð?
Endurkomumiðinn er ekki gildur í aðrar ferðir en þær sem er tekið fram á miðanum. Þú getur hins vegar fengið 15% afslátt ef þú vilt koma í einhverja aðra ferð með Eldingu.
Get ég framselt endurkomumiðann minn?
Miðarnir eru einungis gildir fyrir þann aðila sem þeir eru gefnir út á. Við innritun þarf að framvísa skilríkjum til að staðfesta réttmæti miða. Athugið að miðar geta verið gerðir upptækir ef grunur vaknar um svik eða misnotkun.

Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi ferðirnar okkar eða bókunina þína. Þú getur hringt í okkur á venjulegum opnunartíma eða sent okkur tölvupóst ef svarið getur beðið. Við reynum að svara öllum fyrirspurnum innan sólarhrings (á virkum dögum).

Þessir skilmálar eiga við um kaup á þjónustu á vefslóðinni www.elding.is sem er rekin af Elding Hvalaskoðun Reykjavík ehf. Skilmálarnir fjalla annars vegar um réttindi og skyldur Eldingar og hins vegar réttindi og skyldur kaupenda. Öll samskipti varðandi bókanir, breytingar og afpöntun skulu vera skrifleg og send í gegn um tölvupóst á netfangið elding@elding.is.