Flestir sem fara í hvalaskoðunarferð hafa það að markmiði að sjá hval eða höfrung. Jafnvel áhöfnin okkar fyllist alltaf spenningi þegar við sjáum þá í sínu náttúrulega umhverfi og fær að skyggnast inn í þeirra ókunna heim. En hversu líklegt er að sjá þá í ferðunum okkar eiginlega?
Þar sem þetta eru villt dýr, þýðir það að við höfum enga stjórn á hegðun þeirra. Það getur því komið fyrir að okkur takist ekki að finna þau, sama hversu mikið við reynum. Á þessari síðu berum við saman tölfræði úr ferðum okkar, útskýrum hversu líklegt er að sjá þá og hvað við gerum til að auka líkurnar á því að finna þá.
Hversu líklegt er að sjá hvali
Það sem margir velta fyrir sérð áður en þeir fara í hvalaskoðunarferð er: hversu oft sjáum við hvali og höfrunga? Sérhver ferð er einstök og við getum auðvitað ekki ábyrgst að sjá villt dýr, en til að gefa hugmynd um árangur okkar: árið 2021 sáum við skíðishvali og/eða höfrunga í 91% ferðanna okkar (sjá súlurit hér fyrir neðan). Í þeim 9% ferða þar sem við sáum ekkert (eða aðeins hnísur) buðum við farþegum okkar frímiða svo að þeir gætu komið aftur seinna, endurgjaldslaust.
Árangur í hvalaskoðun á hefðbundnum ferðum eftir mánuðum árið 2021. Dökkblár litur táknar ferðir þar sem hvalir eða höfrungar sáust, ljósblár litur táknar ferðir þar sem ekkert sást. Prósentutölur ofan við súlurnar sýna árangur hvers mánaðar. Vegna COVID-19 faraldursins féllu margar ferðir niður og endurspegla þessar tölur því ekki hefðbundið ár.
Í flestum ferðum sáum við marga einstaklinga eða fleiri en eina tegund, sem er alltaf spennandi þar sem það sýnir bæði einstaklingsmun og tegundafjölbreytni hvala í Faxaflóa.
Árangur í hvalaskoðun eftir tegundum og mánuðum árið 2021. Gráar súlur sýna heildarfjölda ferða, á meðan litaðar súlur sýna fjölda ferða þar sem hver tegund sást. Prósentutölur ofan við súlurnar sýna árangur fyrir hverja tegund á mánuði, og prósentan í rammanum sýnir heildarárangur. Vegna COVID-19 faraldursins féllu margar ferðir niður og þessar tölur endurspegla því ekki hefðbundið ár.
Þó skíðishvalir í Faxaflóa séu almennt ekki félagslyndir, finnum við stundum hnúfubaka í minni hópum og sjáum oft marga einstaklinga í sömu ferð. Hrefnurnar voru næstum alltaf einar á ferð, en stundum sáum við þó nokkra einstaklinga við fæðuleit á sömu svæðum. Aftur á móti sáum við hnýðing nær alltaf í hópum að meðaltali 5–10 dýr, og í mars 2022 sáum við meira að segja hóp („superpod“) með yfir 150 einstaklingum! Vegna félagslegrar hegðunar sinnar voru hnýðingar sú tegund sem við sáum flesta einstaklinga af. Stundum erum við heppin að sjá sjaldgæfari tegundir í Faxaflóa, eins og sandreyðar, langreyðar og jafnvel háhyrninga.
Fjöldi einstaklinga sem sáust í hverjum mánuði (lituð svæði). Svarta línan sýnir heildarfjölda ferða í hverjum mánuði og gráa línan sýnir fjölda ferða þar sem tegund sást. *Vegna COVID-19 faraldursins féllu margar ferðir niður og þessar tölur endurspegla því ekki hefðbundið ár.
Hvað gerum við til þess að hámarka árangur?
Hvernig finnum við hvali og höfrunga?
Fyrst og fremst förum við í hvalaskoðunarferðir vegna þess að okkur þykir vænt um dýrin og viljum sýna þeim sem mestu virðingu. Því notum við aldrei sónar til að finna dýralíf; hvalir hafa ótrúlega næma heyrn, og sónar myndi líklega fæla þá í burtu. Í staðin notum við aldagamla aðferð: reynslu og góða sjón. Þegar við finnum dýr gefum við þeim alltaf rými og tíma til að bregðast við okkur áður en við ákveðum hvort við nálgumst þau eða leyfum þeim að koma til okkar.
Hverju leitum við að?
Það eru ákveðin merki sem við leitum að sem gefur okkur hugmynd um hvar það gætu fundist dýr. Stundum getur það verið örlítil hreyfing á vatninu - til dæmis sléttur blettur á yfirborðinu (e. flukeprint), myndað af sporði hvala eða höfrunga. Öðru hverju eru merkin augljósari, til dæmis þegar dýrin sýna hluta af líkama sínum, svo sem dökk útlína bakugga höfrunga eða sporður hnúfubaks. Úr fjarlægð, er besta aðferðin að leita að blástri sem getur náð nokkrum metrum. Að öðrum kosti eru það stórir skellir sem myndast þegar höfrungar eða hvalir stökkva sem eru auðveldlega sjáanlegir.
Kannski svolítið óvænt, en við fylgjumst ekki aðeins með hafinu - við fylgjumst einnig með himninum. Sjófuglarnir í Faxaflóa eru ekki aðeins falleg sjón (við eigum fjölbreytt fuglalíf, allt frá lunda og til súlna), heldur eru þeir líka mikilvægar vísbendingar um fæðu. Fuglar og hvalir sækja oft í sömu fiskitorfurnar, þannig að þar sem stórir fuglahópar safnast saman eru einnig góðar líkur á að stærri sjávarspendýr séu á ferðinni.
Að lokum er það ekki bara sjónin sem við treystum á: þegar við nálgumst hvali eða höfrunga getum við einnig byrjað að nota öll skynfærin! Við hlustum eftir blásturhljóðum eða háværum skellum eftir stökkvandi dýr. Stundum getum við einnig fundið lyktina af þeim, það á sérstaklega við hrefnur (gælunafn: „stinky minke“), sem eiga það til að hafa einstaklega illa lyktandi andardrátt.
Reynsla er lykilatriði
Hvalaskoðun er samvinna: það eru ekki bara leiðsögumenn okkar sem eru stöðugt að skanna sjóndeildarhringinn eftir dýralífi, heldur er það öll áhöfnin. Skipstjórarnir okkar eru alltaf á varðbergi og jafnvel vélstjórarnir okkar hjálpa til að leita. Samstarf milli áhafnarinnar, ásamt farþegum sem hjálpa virkt við að leita í kringum bátinn, þýðir að líkurnar eru mjög litlar á að við missum af dýri ef það er innan sjónmáls.
Hámörkun leitarsvæðisins
Að sjálfsögðu vitum við aldrei hvar eða hvenær við finnum hvali eða höfrunga. Í stærsta flóa Íslands getur leit að dýri líkst því að leita að nál í heystakki - jafnvel þótt „nálin“ sé yfir 10 metrar að lengd þarf samt heppni. Stundum dvelja sömu einstaklingar á sömu svæðum í nokkra daga í senn, en aðra daga virðist dreifing þeirra vera algjörlega tilviljanakennd. Í samstarfi við önnur hvalaskoðunarfyrirtæki reynum við að dreifa okkur um flóann og vera í stöðugu talstöðvarsambandi. Þegar einn bátur finnur eitthvað áhugavert á öðrum stað í flóanum látum við hvert annað vita, svo við getum saman aukið líkurnar á að finna dýralíf.

Hvalaskoðun á Íslandi hefur vaxið jafnt og þétt síðan á tíunda áratugnum, þegar ferðamenn fóru að sækja í náttúruupplifanir og áhugi á villtum dýrum jókst. Fyrsta fyrirtækið sem bauð upp á reglubundnar hvalaskoðunarferðir var á Húsavík, og fljótlega fylgdu fleiri fyrirtæki á eftir, þar á meðal í Reykjavík og á Akureyri. Smám saman varð hvalaskoðun ein vinsælasta afþreying ferðamanna og er Ísland nú í fremsta flokki á heimsvísu þegar kemur að hvalaskoðun.

REYKJAVÍK: Fjórar algengustu tegundirnar sem við sjáum hér í Faxaflóa eru hrefna, hnúfubakur, hnýðingur og hnísa. Þessi dýr er hægt að sjá allt árið um kring, þó að tíðni sýna geti verið breytileg eftir ýmsum þáttum eins og veðri og fæðuframboði við strendur landsins.

Ísland er frábær áfangastaður fyrir bæði hvalaskoðun og fuglaskoðun. Ferðirnar okkar einblína aðallega á sunnanverðan Faxaflóa, rétt utan við Reykjavík. Hafstraumar flóans skapa góðar aðstæður fyrir ýmsar fæðutegundir og langvarandi sólarljós á sumrin veitir smágerðu svifi rétt umhverfi sem skapar fjölbreytni í flóanum. Áhöfnin vinnur náið saman með farþegum við að koma auga á dýralífið sem gerir hverja ferð spennandi og einstaka.

Þegar farið er í hvalaskoðun í fyrsta sinn er það eðlilegt að vita ekki nákvæmlega hvað á að leita eftir. En hvalaskoðun með Eldingu er samvinnuverkefni - og allir um borð eru hvattir til að taka þátt. Það eru nokkur ráð sem geta hjálpað þér að þekkja merki hvala og höfrunga úr fjarlægð, ásamt nokkrum atriðum sem gott er að hafa í huga þegar haldið er út á opið haf.