Þekkir þú merkin?

Þegar farið er í hvalaskoðun í fyrsta sinn er það eðlilegt að vita ekki nákvæmlega hvað á að leita eftir. En hvalaskoðun með Eldingu er samvinnuverkefni - og allir um borð eru hvattir til að taka þátt. Það eru nokkur ráð sem geta hjálpað þér að þekkja merki hvala og höfrunga úr fjarlægð, ásamt nokkrum atriðum sem gott er að hafa í huga þegar haldið er út á opið haf.

Regla númer eitt er að halda á sér hita. Það er lítið gaman af því að vera úti á þilfari í nístingskulda og geta ekki notið sín til fulls - svo vertu viss um að ná þér í hlýjan og þægilegan kraft galla úr fataherberginu okkar áður en þú gerir nokkuð annað.

Á efsta útsýnispalli bátsins situr leiðsögumaðurinn okkar, með gott 360° útsýni yfir flóann. Við notum klukkukerf til að láta farþega vita í hvaða átt hvalirnir eru - til dæmis ef hvalur sést hægra megin við bátinn, þá er það klukkan 15:00, en beint aftan við bátinn væri klukkan 06:00 o.s.frv. Hlustaðu vel á þær upplýsingar sem veittar eru í ferðinni og fylgdu leiðbeiningum áhafnar. Hafðu í huga að hvalirnir geta synt hratt, svo auðvelt er að missa af þeim ef maður er ekki með athyglina á réttum stað.

Við vitum aldrei hvar eða hvenær hvalir og höfrungar birtast - svo vertu alltaf viðbúin(n) að skanna sjóndeildarhringinn frá vinstri til hægri og aftur til baka. Mikilvægt er að líta bæði nær og fjær - og ekki gleyma að líta aftur fyrir þig! Afturendi bátsins er svæði sem margir gleyma að fylgjast með, en getur oft falið í sér óvænt augnablik.

Fyrsta merki um hval eða höfrung er oftast blástur úr fjarlægð, en það getur líka verið bakuggi eða sporður. Leitaðu að öllu sem rýfur yfirborð sjávar - en ekki örvænta þó öldurnar séu háar, því það eru fleiri leiðir til að finna dýralífið. Ef þú sérð fuglahóp sitja á yfirborðinu eða kafa í sjóinn, getur það bent til torfu af fiski undir þeim - sem laðar að bæði fugla og hvali. Ef þú sérð fiskibáta í grennd, skaltu líka fylgjast vel með.

Þegar þú sérð hval, reyndu að greina í hvaða átt hann er að fara og fylgstu vel með svæðinu þar sem hann sást síðast. Til að láta áhöfnina vita, réttu höndina beint í áttina að hvalnum svo það sjáist skýrt. Hvalir geta haldið niðri í sér andanum lengi, svo ekki örvænta þó þú sjáir hann ekki aftur strax - hann hefur líklega kafað djúpt en kemur upp á yfirborðið aftur innan skamms.

Stundum getur verið erfitt að greina á milli tegunda og því er gott að kunna nokkur lykilatriði um þær tegundir sem algengastar eru á því svæði sem hvalaskoðunin fer fram. Hér í Reykjavík (Faxaflóa) eru algengustu tegundirnar hnúfubakar, hrefnur, hnýðingar og hnísur. Sem betur fer eru þessar tegundir allar nokkuð ólíkar, og því auðveldara að þekkja þær í sundur!

Einkenni hvala og höfrunga í Faxaflóa:

Hnúfubakur:

humpback whale image

Einkenni: 13-17 metrar, dökk grár líkami, hnúðar á höfði og kjálka, löng hvít bægsli, hrúðukarlar

Blástur: Bogalaga, breiðari og lægri en blástur annarra hvala, getur náð allt að 15 metra hæð

Bakuggi: V / U laga með horn að framan

Sporður: Blöðkulaga með oddmjóum endum, oft hvítur að neðanverðu, lyftist hátt upp úr sjónum við djúpköfun

Hegðun: Forvitinn, hægfara, aðallega einfara en sjást stundum í hópum, sjást stundum stökkva, rúlla, eða skella sporðinum á yfirborðið

Hrefna:

minke whale image

Einkenni: 7-11 metrar, sléttur og mjór líkami, hvítir blettir á bægslum

Blástur: Stuttur og breiður, lítt áberandi en lyktin gefur oft til kynna

Bakuggi: Boginn og bendir aftur á bak

Sporður: Breiður og oddhvass, sést yfirleitt ekki þegar hvalurinn fer í djúpköfun

Hegðun: Getur verið feimin, fljót að koma upp á yfirborðið eftir djúpköfun

Hnýðingur:

white-beaked dolphin image

Einkenni: 2,5-3 metrar, hvít trjóna, hvítir blettir á maga og hliðum, dökk grár líkami

Blástur: Sést aðeins við ákveðin skilyrði

Bakuggi: Hár miðað við líkamsstærð, boginn bak á við

Sporður: Að mestu leiti dökk grár, oddhvass á endanum

Hegðun: Mjög félagslyndur, sést oft í vöðu með 10-20 dýrum en stundum í stærri hópum með yfir 100+ einstaklingum, synda mjög hratt, sést oft stökkva, rúlla sér og leika sér í vöku báta

Hnísa:

harbour porpoise image

Einkenni: 1,5-2 metrar, oft ruglað saman við höfrunga, dökk grár líkami en ljósari á maga

Blástur: Sést aðeins við sérstök skilyrði, erfitt að sjá úr fjarska

Bakuggi: Stuttur, grár í V / U formi

Sporður: Dökkur og oddhvass á endunum

Hegðun: Félagslyndur innan tegundar, að mestu leiti feimin, syndir hratt

Og þar höfum við það - nokkur góð ráð um hvernig á að sjá hvali og höfrunga við Ísland! Auðvitað getur komið fyrir að við sjáum hvorki hvali né höfrunga, en það er einmitt hluti af ævintýrinu, við vitum aldrei hvað við munum sjá! Í náttúrunni ræður enginn för nema dýrin sjálf. Ef svo óheppilega vill til að engin dýr sjáist í ferðinni, bjóðum við upp á endurkomumiða - þannig getur þú komið aftur eins oft og þarf, þar til þú sérð loksins hval eða höfrung!

Bókaðu ferð:

Preview Image
Preview text

Þetta er upprunalega hvalaskoðunarferðin frá Reykjavík! Komdu með fjölskyldufyrirtækinu Eldingu í frábæra hvalaskoðunarferð frá höfuðborginni og njóttu einstakrar leiðsagnar frá sérþjálfuðum leiðsögumanni!

Duration
3:00 Hours
Season:
Season start date
to
Season end date
Preview Image
Preview text

Frábær skemmtun fyrir þann sem vill upplifa einstaka náttúru og dýralíf á háhraða! Siglt er frá gömlu höfninni  í Reykjavík með aðeins 12 farþega og tveggja manna áhöfn, sem gerir ferðina einstaklega persónulega!

Duration
2:00 Hours
Season:
Season start date
to
Season end date