Hver er hægt að sjá og gera í Viðey
Viðey er ekki bara eyja - hún er leyndur heimur náttúru, sögu og listar, aðeins örfáum mínútum frá miðborg Reykjavíkur. Eyjan var eitt sinn heimili blómlegs klausturs og síðar mikilvægur þáttur í íslensku samfélagi, en í dag er hún friðsælt athvarf með stórbrotnu útsýni, listaverkum undir berum himni, fallegum gönguleiðum og nægu rými til að njóta kyrrðarinnar og skoða umhverfið í rólegheitum.
Helstu hápunktar í Viðey:
- Friðarsúlan: Listaverk hannað af Yoko Ono til heiðurs John Lennon og sameiginlegri friðarbaráttu þeirra. Verkið er í formi "óskabrunns" og eru orðin "Hugsa sér frið" grafin á 24 tungumálum. Friðarsúlan er tendruð ár hvert frá 9. október, afmælisdegi John Lennons, til 8. desember, dánardags hans.
- "Áfangar" eftir Richard Serra: Einlæg og áhrifarík steinskúlptúrverk sem eru staðsett víðsvegar um eyjuna. Verkin sameina náttúru og lágstemda nútímalist á einstakan íslenskan hátt.
- Gönguleiðir og náttúra: Fallegar gönguleiðir umlykja eyjuna og bjóða upp á fallegt útsýni yfir Reykjavík, Faxaflóa og Esjuna. Á sumrin blómstrar eyjan og fuglalífið er fjölbreytt.
- Viðeyjarstofa: Byggð á 18. öld, Viðeyjarstofa er eitt elsta steinhús landsins. Þar er notalegt kaffihús opið yfir sumarið - kjörinn staður til að fá sér veitingar eða drykki eftir góða göngu.
- Viðburðir og menningarupplifanir: Á sumrin stendur Borgarsögusafn Reykjavíkur oft fyrir leiðsögugöngum og fjölskylduvænum viðburðum í Viðey. Þessar sérstöku upplifanir veita dýpri innsýn í sögu, náttúru og menningarlegt vægi eyjarinnar.
Algengar Spurningar (FAQ)
Er Viðey opin allt árið?
Viðey er opin allt árið um kring, en þó eru takmarkaðir opnunartímar yfir veturinn, aðeins um helgar. Skoðið ferjuáætlunina til þess að sjá opnunartíma og verð.
Hvernig bóka ég í ferjunar til Viðeyjar?
Þú getur bókað í Viðeyjarferjuna á heimasíðu Eldingar eða keypt miða í miðasölu okkar við höfnina rétt fyrir brottför. Vinsamlegast skoðið stundatöflu dagsins á heimasíðu okkar áður en haldið er niður á höfn.
Hvað tekur ferjan langan tíma?
Það tekur stutta stund að komast í Viðey frá borginni. Ferjan tekur um 5-10 mínútur frá Skarfabakka til Viðey, og um 15-20 mínútur frá gömlu höfninni við Ægisgarð.
Er Viðey fjölskylduvæn?
Viðey er frábær staður fyrir fjölskyldur með ung börn. Taktu hundinn með (í bandi), farðu í lautarferð, njóttu þess að komast aðeins frá borginni og skoðaðu náttúruna.
Get ég skoðað Friðarsúluna?
Óskabrunn Friðarsúlunnar er hægt að skoða á eigin vegum á venjulegum siglingartímum ferjunnar. Að auki sjáum við um sérstakar Friðarsúluferðir á veturna þegar kveikt er á súlunni.
Eru salerni og mataraðstaða í Viðey?
Í Viðeyjarstofu er lítið kaffihús þar sem hægt er að versla veitingar, svo sem kaffi og vöfflur, á meðan ferjan siglir. Nóg er af sætum bæði inni og úti og einnig er hægt að finna þar salerni.
Hvernig kemst ég í Viðey frá Reykjavík
Það er einfalt og fljótlegt að sigla yfir til Viðeyjar - og ef þú ert með Menningarkort Reykjavíkur færðu 10% afslátt!
Við siglum frá tveimur höfnum:
- Gömlu höfninni við Ægisgarð - aðeins á sumrin
- Skarfabakka - allt árið um kring
Ferjan tekur aðeins 5-20 mínútur og áhöfnin okkar tekur vel á móti þér um borð. Hvort sem þú ert að leita eftir. Hvort sem þú ert í leit að kyrrðinni, sögu eða Friðarsúlunni - Viðey býður upp á einstaka upplifun, aðeins nokkurra mínútna fjarlægð frá borginni.
Skipuleggðu ævintýri þitt í Viðey í dag!
Bókaðu í Viðeyjarferjuna hér:

Viðey er einstakur staður sem sameinar sögu, list og náttúru. Það tekur aðeins örfáar mínútur að sigla yfir í friðsældina og óspilltu náttúrunna frá Skarfabakka.

Viðey er einstakur staður sem sameinar sögu, list og náttúru. Það tekur aðeins örfáar mínútur að sigla yfir í friðsældina og óspilltu náttúrunna frá Ægisgarði.


Róleg og eftirminnileg kvöldstund til heiðurs heimsfriðar. Friðarsúlan er einstakt listaverk eftir Yoko Ono sem lýsir upp himininn frá eyjunni Viðey í Kollafirði. Komdu við í ey og taktu þátt í friðsælli gönguferð undir frábærri leiðsögn.